
8. Tónlistarspilari
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar
hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Til að gera tónlistarstöðuna virka og kveikja á
Tónlistarspilari
skaltu snúa neðri
hluta símans til hægri þannig að takkarnir sem notaðir eru við spilun tónlistar séu
á sömu hlið og skjárinn.
Einnig er hægt að hlusta á tónlist þegar sniðið
Ótengdur
er virkt. Sjá Ótengt snið
á bls. 17.
Til að setja lög inn á tækið, sjá Flutningur tónlistar á bls. 49.
Nánari upplýsingar um höfundarréttarvarnir eru í Opnunarlyklar á bls. 99.