Rauntíma hreyfimynd
1. Þegar venjulegt símtal er í gangi skaltu velja
Valkostir
>
Samnýta
hreyfimynd
>
Í beinni
.
2. Síminn sendir boðið til SIP-vistfangsins sem sett hefur verið inn
á tengiliðaspjald viðtakandans.
Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðaspjaldi viðtakandans skaltu velja
SIP-vistfangið sem senda á boðið til og síðan
Velja
til að senda boðið.
Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda skaltu slá það inn. Veldu
Í lagi
til að senda boðið.
3. Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn samþykkir boðið.
Hátalarinn er virkur. Einnig er hægt að nota höfuðtól til að halda áfram
símtalinu um leið og verið er að senda rauntímahreyfimynd.
4. Veldu
Hlé
til að gera hlé á myndsendingunni. Veldu
Halda áfram
til að halda
sendingunni áfram.
5. Veldu
Stöðva
til að stöðva myndsendinguna. Símtalinu er lokið með því að ýta
á hætta-takkann.