Hreyfimyndastaða
Þú getur gert hreyfimyndastöðuna virka þegar
þú ert að skoða hreyfimynd eða kyrrmyndir
í símastöðunni. Snúðu neðri hluta símans um
90 gráður til vinstri þannig að myndavélarlinsan
beinist frá þér. Í hreyfimyndastöðu fer skjárinn
sjálfvirkt í landslagsstillingu og það er hægt að
leggja hann frá sér, t.d. á borð, og horfa
á myndirnar.
Til að sjá næstu kyrrmynd eða þá fyrri eða spóla hratt fram eða til baka
í hreyfimynd skaltu ýta á spóla áfram eða til baka-takkann.
Til að spila hreyfimynd eða gera hlé á spilun skaltu ýta á spila/hlé/stöðva-takkann.
Til að stöðva hreyfimyndina skaltu halda spila/hlé/stöðva-takkanum inni.