
■ Stöður
Símann er hægt að hafa í fimm mismunandi stöðum: símastöðu (1),
myndavélarstöðu (2), tónlistarstöðu (3), myndsímtalsstöðu (4) og
hreyfimyndastöðu (5). Til að skipta úr einni stöðu í aðra skaltu snúa neðri hluta
símans. Það líður smástund þar til staða er virk. Þegar símastaðan er virk má snúa
neðri hluta símans að hámarki um 90 gráður til vinstri eða 180 gráður til hægri.
Ef reynt er að þvinga neðri hluta símans til að snúast meira skemmist síminn.