![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia 5700 XpressMusic/is/Nokia 5700 XpressMusic_is086.png)
Gögn send
Aðeins er hægt að hafa eina Bluetooth-tengingu virka í einu.
1. Opnaðu forrit þar sem hluturinn sem þú vilt senda er vistaður.
2. Skrunaðu að efninu sem þú ætlar að senda og veldu
Valkostir
>
Senda
>
Með
Bluetooth
.
3. Síminn byrjar að leita að tækjum á svæðinu. Pöruð tæki eru auðkennd með
.
Þegar þú leitar að tækjum geta sum tæki aðeins sýnt eingild vistföng sín. Til að
finna eingilt auðkennisnúmer símans þíns skaltu slá inn kóðann *#2820#
í biðstöðu.
Ef þú hefur áður leitað að tækjum birtist fyrst listi yfir þau tæki sem fundust
við þá leit. Til að hefja nýja leit skaltu velja
Fleiri tæki
. Ef þú slekkur á símanum
er tækjalistinn hreinsaður og ræsa verður tækjaleitina aftur áður en gögn
eru send.
4. Veldu tækið sem þú vilt tengjast.
![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia 5700 XpressMusic/is/Nokia 5700 XpressMusic_is087.png)
87
5. Paraðu tækin.
• Ef hitt tækið fer fram á pörun áður en hægt er að senda gögn heyrist
hljóðmerki og beðið er um lykilorð.
• Búðu til þitt eigið lykilorð (1–16 tölustafir) og biddu eiganda hins tækisins
um að nota sama lykilorð. Ekki þarf að leggja lykilorðið á minnið.
• Eftir pörun vistast tækið á skjánum
Pöruð tæki
.
6. Þegar tengingunni hefur verið komið á birtist athugasemdin
Sendi gögn
.
Gögn sem hafa borist um Bluetooth-tengingu er að finna í
Innhólf
í
Skilaboð
.